13. mars 2013 kl. 22:20: Loksins orðinn fertugur! Atvinnulaus án bóta og ferðafrelsis, barnlaus, eignalaus, gráhærður, þunnhærður offitusjúklingur með áunna sykursýki og of háan blóðþrýsting sem er haldið niðri með hnefafylli af töflum dag hvern. GLÆSILEGT!
Má víst þakka fyrir reykleysið og að drekka mig ekki lengur í svefn. Framtíðin er björt en samt ekki svo björt að ég fari að kjósa Bjarta Framtíð Framsóknar og Samfylkingar. Ég þekki úlfa í sauðagæru.
Fannst ég vera mun eldri þegar ég varð þrítugur en í gær. Varð eitthvað svo rosalega gamall þá. Og fór líka endanlega út af sporinu næstu ár á eftir. Núna líður mér eins og nýslegnum túskildingi.
Laus við barnalegt ruglið og vanmáttinn. Sjálfshatrið og kjarkleysið. Reiðina. Engan veginn fullkominn en í ferli í átt að sjálfum mér. Hlakka til að hitta mig þegar þar að kemur.