Ekki nennti ég að druslast á 25 ára afmælistónleika Sálarinnar við Hlíðarenda í gærkvöldi. Ekki frekar en á 20 ára geimið í höllinni. Er ég orðinn svona rosalega gamall?
Hefði kannski þrælað mér í hópi með öðrum Sálarverjum. Kannski! Meika ekki lengur svitastorkin þrengsli í þeirri veiku von að endurupplifa æskuna með hljómsveitinni sem ég féll fyrir eitt laugardagskvöld sumarið 1988 þegar hún kom fyrst fram á RÚV í skemmtiþætti sem Ómar Ragnarsson, Sigmundur Ernir og Agnes stýrðu.
Minningin er oft betri. Jafnvel þó sveitin hafi síst glatað kraftinum.