Íslenskar kosningar skila alltaf sömu niðurstöðunni. Sama hvað við kjósum. Hér verður aldrei nein breyting til batnaðar vegna þess að þjóðin er upp til hópa fávitar sem kjósa sömu spillingarpésana og síðast.
Sérhvert nýtt framboð gerir það eitt að éta fylgið af Samfylkingunni og Vinstri-Grænum og með því tryggja enn frekar að Silfurskeiðabandalag Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks mun ná völdum eftir kosningar.
Allt vegna þessarar fáranlegu 5% reglu um kjörfylgi hvers framboðs sem gerir það að verkum að atkvæði greidd smáu flokkunum falla sjálfkrafa dauð niður og undirbúa jarðveginn fyrir hrunflokkana að kjötkötlunum.
Nema náttúrulega að fólk ranki við sér og kjósi eins og það sé að tefla skák. Stundum þarf að fórna peði til að drepa drottningu. Kjósa áfram hina norrænu velferðastjórn í þeirri trú að þeim takist að ljúka ætlunarverkinu á næsta kjörtímabili.
Því ljóst er að íhaldið og fjósafasistarnir munu aldrei ná því með loforðum sínum um allt fyrir alla. Er ekki hægt samtímis að lækka skatta og lækka kostnað við rekstur ríkissins. Slíkt gengur víst gegn öllum hagfræðikenningum.