Kosningar eftir rúman mánuð og Facebook er byrjuð að fyllast af stuðningsyfirlýsingum þeirra sem ætla sér að kjósa Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Minni fólks er slakt. Þau meika ekki annað kjörtímabil tiltektar. Vilja komast strax aftur í eyðslu og sukk út á lánsfé.
Ráðdeild fyrri kynslóða er löngu glötuð. Viðleitni vinstri flokkana síðasta kjörtímabil við að taka til eftir veisluna var ekki vel tekið af lýðnum. Fylleríið skal halda áfram þrátt fyrir timburmenn og tóm veski.
Guð hjálpi Íslandi ef hrunflokkarnir tveir komast aftur í stjórn! Til þess að standa við loforð sín verða þeir að leggja niður alla velferð í landinu. Fólk mun svelta heilu hungri án menntunar og heilsugæslu. Survival of the fittest.