Vinnan göfgar manninn

Merkilegt nokk!  Eftir fjögurra ára eyðimerkurgöngu hef ég verið ráðinn til sex mánaða í gegnum Liðsstyrk við Þjóðskjalasafn Íslands við skjalaflokkun. Er spenntur því starfið er skylt sagnfræðináminu sem ég á enn eftir að klára. Fyrsta skipti sem ég starfa við eitthvað tengt námi mínu.

Hver veit nema að starfið leiði til þess að ég ljúki loks B.A. gráðunni fyrir fimmtugt?  Vitaskuld er ég smá kvíðinn enda ekki verið í vinnu síðastliðin fjögur ár.  Verður skrítið og erfitt í fyrstu.  En velkomið.  Er orðinn hundleiður á hangsinu.

2 athugasemdir á “Vinnan göfgar manninn

  1. Til hamingju með nýju vinnuna ! :-) knús þín systir , Kolla.

Færðu inn athugasemd