Fimm þúsund kjaftar á „Aldrei fór ég suður“ og engar nauðganir eða ofbeldisbrot kærð. Skrítið! Skyldi það vera árstíðin eða skortur á tjöldum? Eða er skipulaginu um að þakka. Að tónleikarnir séu ókeypis og væntingarnar því engar?
Getur verið að þegar veikur einstaklingur greiðir flugmiðaverð aðra leið til Evrópu fyrir að hanga inn í íslenskum dal í þrjá daga, að hann telji innifalið í miðaverðinu nauðgun á aðila af hinu kyninu?
Persónulega held ég að tjaldbúðum inn í myrkvuðum dal sé um að kenna. Kjörlendi fyrir rándýr og aðra ómennsku. Betri lýsing og fleiri myndavélar myndu gera mikinn gæfumun. Árvekni gesta einnig.
Og vakning meðal ungra karlmanna um að það er ekkert fyndið þegar vinur þeirra dröslar áfengisdauðri stúlku inn í tjaldið sitt með sigurglampa í augum. Slíkt er ekki með hennar vilja. Slíkt er hrein og bein nauðgun!
Fáðu Já! (http://faduja.is/)