Vinnan göfgar manninn II

Þriggja daga vinnuvika að baki.  Setti Íslandsmet í svefni síðustu nótt. Dreymdi fullt.  Ætlaði ekki að nenna fram úr.  Hef bara gott af þessu.  Er virkilega þakklátur fyrir starfið.  Er á mínu áhugasviði.  Mun skárra en að rúnta á lyftara í einhverju vöruhúsi.

Hef meiri áhyggjur af því að ég standi mig ekki sem skyldi.  Hef verið úr leik svo lengi að afköstin eru varla til að hrópa húrra yfir svona fyrstu dagana í starfi.  Tel mig þó vera búinn að fatta ferlið.  Hvað ég á að gera og hvernig. Nú er bara að spýta í lófana.  Sanna sig.  Standa sig.  Njóta sín.

Færðu inn athugasemd