Fésbókin er súr þessa dagana. Full af skoðunum fólks og áróðri sem mér kemur ekkert við. Hverjum er ekki sama hver klúðrar stjórn landsins næstu fjögur árin.
Ég er súr út í núverandi stjórn fyrir að dempa nýja lyfjagreiðslukerfinu á okkur. Sé ekki hvernig öryrkjar og aldraðir geta hafið þátttöku sína í því. Flest fólk endurnýjar skammtinn sinn á þriggja mánaða fresti. Sjálfur sé ég fram á að greiða 25 þúsund krónur í júní fyrir lyfjasúpuna mína.
Er þó þakklátur fyrir þátttöku ríkissins í tannlækningum barna næstu árin. Er mjög til bóta. Sé þó ekki hvernig ég get stutt Samfylkinguna áfram með Árna Pál sem formann. Gaurinn er á frekar heima í Sjálfgræðisflokknum með alla sólbrúnkuna og vináttu sína við bankana.
Ég sakna Alþýðuflokksins.