Segir mér enginn fyrir verkum

http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Innlent/vard-fyrir-aras-a-klambratuni-eg-var-skjalfandi-af-hraedslu-og-atti-erfitt-med-ad-halda-aftur-af-tarunum

Ömurlegt hvernig fólk getur brugðist við einföldum tilmælum. Lausaganga hunda innan borgarmarkanna er bönnuð.  Líka á Klambratúni.  Börn sem ekki umgangast dýr daglega geta hræðst þau. Lágmark að taka tillit til þess.

En nei, bolurinn sem átti hundana fannst rétt að koma sínum sjónarmiðum fram með ofbeldi.  Aumingi sem myndi aldrei dirfast að ráðast svona á aðra þursa.  Vesalingur sem leggur sennilega líka hendur á konuna sína og hundana tvo.

Er skrítið að maður vogar sér ekki að gera athugasemd við hegðun fólks á förnum vegi.  Gæti kostað mann lífið.  Oft hefur mig langað til að segja eitthvað þegar fólk reykir inn í strætóskýlum en látið það vera af ótta við að fá á kjaftinn.  Hvað þá þegar menn eru rekandi við og hóstandi á mann inn í vagninum.  Hvað er málið?

Íslenskir karlmenn eru margir hverjir þvílík skítmenni.  Og þykja flottir fyrir vikið. Bera vott um sjálfstæði og þor.  Fáranlegt!  Svona ræfla á að leiða bak við hús og berja duglega.  Yfirgangsseggir eiga hiklaust að fá hnefa í andlitið.  Annars halda þeir áfram út í hið óendanlega í frekju sinni.  Þeir skilja ekkert annað en ofbeldi.

Færðu inn athugasemd