Valkvíðinn

Sex dagar til kosninga og ég er enn harður á því að kjósa ekki bófaflokkana tvo sem komu okkur á hausinn.  Þrátt fyrir fagurgala þeirra um niðurfellingu skulda og skatta.  Tillögur þeirra eru ekki raunhæfar.

Við sem þjóð erum ekki komin í gegnum brimskaflana.  Enn bíður okkar snjóhengja gjaldeyrishafta og einbeittur brotavilji þorra þjóðarinnar sem ætlar sér að kjósa á ný yfir sig hrunflokkana tvo.

Kominn tími til að liðið noti minnið og forðist vítin.  Fáranlegt að leiða þessi tvö glæpasamtök aftur til valda vegna þess eins að við erum orðin leið á baráttunni.  Fjölmiðlar úti í heimi skilja ekkert í okkur.  Ég skil heldur ekkert. Loksins þegar við sjáum fyrir endann á göngunum.

Það er enga frekari leiðréttingu á lánum heimilanna að fá.  Erum of sein. Hefðum þurft að fá slíkt fram strax í byrjun og kalla það 70% leiðina en ekki 110% leiðina. Bankavinirnir Gylfi Magnússon og Árni Páll klúðruðu því í upphafi hrunsins.

Sá síðarnefndi tryggir að ég kýs Samfylkinguna ekki í ár.  Fáranlegt að hafa Sjálfstæðismann í sauðagæru í forystu fyrir jafnaðarmannaflokk. Var bara kosinn því konunum finnst hann svo sætur.  Svei mér þá ef Gubbi hefði ekki verið skárri kostur.

Þrjú framboð af fjórtán afgreidd.  Nú er bara að velja milli hinna ellefu.  Úff!

Færðu inn athugasemd