Ugla sat á kvisti

Kjördagur runninn upp og það lítur út fyrir að helmingur þjóðarinnar ætli að kjósa yfir sig hrunflokkana.  Minnið hjá þessu liði er eins og lélegur harður diskur sem er straujaður á fjögurra ára fresti.  Guð hjálpi þeim því þau vita eigi hvað þau gjöra.

Sjálfur er ég aftur orðinn óákveðinn.  Finnst rangt að verðlauna kratana fyrir að setja stjórnarskránna á ís, semja lyfjafrumvarpið og féfletta öryrkja og gamalmenni.  Norræn velferðarstjórn my ass!  Og ekki er skárra að splæsa atkvæðinu í VG.  Jafnvel þó Kata sé ágæt.

Ákveð mig sennilega inn í kjörklefanum.  Dúndra atkvæðinu á einhvert nýju framboðanna.  Ugla sat á kvisti….

Færðu inn athugasemd