Óveðursskýin hrannast upp

ÖMURLEG ÚRSLIT!  Er í skapi næst að koma mér af þessum kletti sem snöggvast.  Hvers konar heilaleysingjar og hálfvitar byggja þetta sker eiginlega!?  Haldið þið virkilega að nýtt eyðslutímabil sé í vændum.  Reinsi og innbú?

Jú, kannski, ef bankarnir spila með og taka aftur þátt í bullinu. Uppgangsskeið út á krít er ávísun á annað hrun.  Svo lítið kann ég í hagfræði.  Taldi samlanda mína vita betur eftir að þessir tveir flokkar settu landið næstum því á hausinn.

Fólk út í heimi hristir hausinn yfir heimsku okkar og skilur hvorki upp né niður.  Svona svipað og ef Þjóðverjar tækju upp á því að kjósa nasista aftur yfir sig.  Ég kalla þetta stærsta þjóðarsjálfsmorð sögunnar.

Ekki koma grátandi til mín þegar ljóst verður að innantóm loforðin verða ekki efnd.  Ekki halla höfði á öxl mína þegar helmingaskiptin hefjast á ný.  Ekki benda á mig heldur lítið í spegil þegar syrta fer í álinn á næsta kjörtímabili. ÞIÐ kusuð þessa hörmung yfir ykkur!

„Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera.“  (Lúkasarguðspjall 23:34)

Færðu inn athugasemd