Stjórnarmyndunarviðræður taka að eilífu og enginn gerir athugasemd við ferlið. Ekki einu sinni bóndinn á Bessastöðum. Greinilegt orðið að þessir tveir flokkar eiga erfitt með að mynda stjórn. Eitthvað stórt stendur í þeim.
Kannski kosningaloforðin sem þeir þurfa augljóslega að éta ofan í sig. Nú er verið að smíða afsökunarbeiðnirnar hví komandi stjórn getur ekki orðið við þeim. Ástandið sé svo slæmt eftir stjórn vinstri flokkanna (þ.e. hrunflokkana sjálfa).
Skammur tími mun líða uns helmingur þjóðarinnar sér eftir að hafa kosið Silfurskeiðabandalagið yfir sig. Einbeittur brotavilji þeirra hræðir mig. Þeir ætla strax að uppræta stjórnkerfisbætur fyrri stjórnar og fjölga aftur ráðuneytum svo nægilega margir þingmenn fái nú bitlinga í formi ráðherraembætta.
Skattalækkanir gjaldþrota þjóðar kosta niðurskurð á velferðarkerfinu. Afskriftir á lánum heimilanna kosta margra ára málaferli gagnvart gráðugum vogunarsjóðum. Samt kaus helmingur þjóðarinnar þessa fávita til valda.
Nú skil ég af hverju þessir flokkar vilja stytta námstímann að stúdentsprófi og menntun almennt. Svo lýðurinn verði enn ómenntaðri og kjósi þá frekar. Trú mín á þessu landi fer sífellt þverrandi. Er farinn að safna fyrir brottförinni. Hér heillar fátt lengur.