Þrái hlýrra veður svo ég geti nú dröslast á reiðhjóli í og úr vinnu. Er alveg kominn með upp í kok á strætisvögnum. Stórskrítnir einstaklingar sem slæðast þar með okkur hinum.
Fyrir helgi var þar stór kona eins og ég sem lét ekki samferðafólk sitt í friði. Sérstaklega ekki unga og myndarlega gaura. Var alltaf að reyna ná sambandi við þá þar sem þeir sátu spakir með tónlist í eyrunum. Vandræðalegt að horfa upp á.
Verri eru þó miðaldra skápahommarnir sem mæna á mig alla leiðina í og úr vinnu. Þrá greinilega mjúkan gaur til að þrykkja duglega í rassinn. Ég er bara ekki á sömu síðu og þeir. Sorry! Annars væri ég sennilega ferlega hamingjusamur. Slíkt er áreitið.