Að bregða sér í Ríkið getur verið ævintýri út af fyrir sig. Þar eru flestir flóttalegir og í miklum flýti. Sérstaklega miðaldra karlar. Konurnar virðast ekki skammast sín eins mikið fyrir að fá sér brjóstbirtu.
Karldurgur um sjötugt á undan mér urraði önugur að afgreiðslugaurnum þegar hann hafði farið í gegnum pokann sinn með bjórkassann af tómum klaufaskap. „Hverskonar pokar eru þetta eiginlega!“ Vildi frekar fela fenginn en nota handfangið á kassanum.
Afgreiðslugaurinn sagði réttilega er fúll á móti var farinn að einhver hefði farið röngu meginn fram úr. Ég svaraði að þetta væri greinilega allt honum að kenna og við glottum saman ásamt eldri konu í röðinni. Sumir eiga ekkert erindi meðal fólks.
Ég var á tveimur jafnfljótum til að slá tvær flugur í einu höggi og fá smá hreyfingu út úr syndum mínum. Setti bjórkassana tvo í hentuga og margnota Bónuspoka og arkaði af stað. Komst ekki langt því einhver miðaldra gosi stöðvaði mig fyrir utan mjólkurbúðina og gerði athugasemd við að ég væri að auglýsa Bónus á svona áberandi hátt.
Mér fannst þessar athugasemdir svo fáranlegar að ég svaraði bara hátt og snjallt: „Haaa!!!“ og sendi gaurnum illt auga. Strunsaði svo mína leið. Hvern djöfulinn kom honum við hvernig poka ég nota til að bera bjórinn heim úr okurbúllu ríkissins. Langaði mest til að skalla gerpið en lét það vera.
Fannst fulllangt gengið að ganga í skrokk á manninum fyrir andúð sína á Bónus. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig. Auk þess hef ég aldrei beitt neinn ofbeldi af fyrra bragði. Þrátt fyrir ótal langanir í þá átt í gegnum ævina. Tel það mér til tekna. Ofbeldi er síðasta hálmstráið.