Dagar víns og rósa

Dagar víns og rósa hófust í dag á Laugarvatni og munu víst standa næstu fjögur árin.  Hunang mun drjúpa af hverju strái, gull og olía finnast í hverjum firði og skuldir heimilanna gufa upp eins og dögg fyrir sólu.

Verður maður ekki að vera jákvæður og bjartsýnn eins og helmingurinn af hræðunum sem búa á þessum kletti?  Gefa þessum strengjabrúðum smá séns til að breyta landinu í paradís á jörðu.  Þó ekki fjögur ár.

Færðu inn athugasemd