Í fyrradag nálgaðist ég blokkina hennar mömmu. Staldraði við til draga heyrnartólin úr eyrunum. Tveir gaurar og nágrannar hennar stóðu álengdar. Bentu og hlógu að mér feita flykkinu. Á meðan dingluðu þeir sem óðir til að fá einhvern til að hleypa sér inn á stigagang.
Ég sleppti skammarræðunni og nálgaðist þá rólega með lyklana að útidyrunum í hendinni. Augum á þeim urðu risastór af hræðslu. Bjuggust sennilega við að ég myndi éta þá í refsingarskyni fyrir stríðnina.
Glotti hinsvegar bara og hleypti þeim inn. Til hvers að reiðast börnum fyrir að benda á hið augljósa? Stóru augum dugðu mér fyllilega.