Atvinnuleysið

Mér verður illt af að hlusta á fullyrðingar fyrri stjórnar að atvinnuleysi sé hverfandi á Íslandi í samanburði við Evrópu.  Velferðarstjórnin gerði margt gott en hún eyddi ekki atvinnuleysi.

Gaman verður svo að sjá hvort stjórn silfurdrengjanna tveggja muni snúa dæminu við einn, tveir og þrír í sumar.  Skapa fullt af störfum í öllum álverunum og kísilverunum sem eru að fara að rísa.  Útrýma atvinnuleysi með einu pennastriki.

Hvaðan orkan á að koma er öllum hulið.  Seinni tíma vandamál.  Og skítt með það þó álverð sé í sögulegu lágmarki.  Stóriðja skal það vera.

Færðu inn athugasemd