Svikin loforð

Þá er það ljóst sem við hinn helmingur þjóðarinnar vissum fyrir fram.  Að ekkert verður gert í skuldamálum heimilanna strax eins og forsætisráðherra lofaði fyrir kosningar.  Fyrst á að afmá veiðigjaldið og lækka skatta á auðmenn.  Annað verður sett í nefnd (ofan í skúffu).

Rosalega hlýtur sá helmingur sem kaus þessa fávita yfir sig að líða illa í rassgatinu einmitt núna.  Sitja svekkt heima á sófanum með risa rassverk, stökkbreytt lán og asnaeyru dauðans.  Líður eins og fórnarlömbum sem gengu í gildru.

Fagurgali og fölsk loforð kaupa atkvæði íslenskra kjósenda með von í hjarta en ekkert hyggjuvit.  Svei mér þá ef heimurinn er ekki að verða heimskari eins og segir í erlendum miðlum.  Gáfuðu mæðurnar eignast víst of fá afkvæmi.  Ísland er skólabókardæmi.

Færðu inn athugasemd