Durgurinn

Menn tæpir á bindindinu á föstudögum eru frekar sorglegir.  Einn slíkur stöðvaði bifreið sína fyrir utan vinnustað minn þar sem tvær samstarfskonur mínar stóðu og hreytti út úr sér að þær ættu að halda áfram að vinna í stað þess að hanga þarna og reykja.  Hann greiddi sína skatta og vildi að þeim væri betur varið.

Gildir einu hvort þær voru að reykja eða fá sér ferskt loft.  Kom honum ekkert við.    Önnur þeirra lét ekki bjóða sér svona dónaskap og svaraði karldurginum fullum hálsi þar til hann gafst upp og brunaði í burtu.  Frekjan í sumu fólki.

Merkilegt þegar svona kurfar hella sér yfir fólk.  Rétt missti af því um árið þegar geðbilaður gaur með barnið sitt ætlaði að hjóla í mömmu í bílageymslunni undir Smáratorgi fyrir að standa út í horni og njóta reyksins með sjálfri sér. Gaurinn froðufelldi af bræði og gerði sig líklegan til að leggja hendur á gömlu þegar hún vogaði sér að svara honum.

Sé enn eftir að hafa ekki látið karldurginn sem hellti sér yfir afgreiðsludrenginn í Nettó heyra það.  Greyið vann sér það eitt til saka að biðja um greiðslu fyrir vörurnar þegar karluglan raðaði pollrólega í pokana meðan röðin lengdist við kassann.

Fáranlegt að lífsleiðar leiðindaskjóður komist sífellt upp með slíka frekju og yfirgang.  Svona hegðun á ekki að líðast.  Við eigum ekki að þegja meðan risaeðlur láta öllum illum látum, heldur gefa þeim duglegt spark í afturendann.

Færðu inn athugasemd