Samkvæmt femínismanum þá er flest okkur karlmönnum að kenna. Við fundum til dæmis upp skó, hárgreiðslur og snyrtivörur til að kúga konur. Svona álíka sennilegt og að þorri karla samtímans séu ekki skófíklar og umhugað um útlit sitt.
Nú kann að hljóma eins og ég sé ekki meðmæltur jafnrétti kynjanna. Að femínistar fari í taugarnar á mér. Því fer fjarri lagi! Skil bara ekki sum rökin. Hvernig flest slæmt sem hendir konur sé okkur karlmönnum að kenna.
Að vera í hlutverki fórnarlambsins er engum til góðs til lengdar! Hef sjálfur gengið í gegnum þau svipugöng. Að kenna öllum öðrum um ógæfu mína og bresti. Sem betur fer fann ég nógu skýran spegil til að horfast í augu við.
Frá þeirri stundu hef ég vonandi vaxið og gleymt að mestu þeim ímynduðu kúgurum sem áttu að hafa haldið mér niðri. Við sköpum okkar fangelsi sjálf. Lokum okkur inni og bendum á aðra sem ímyndaða fangaverði.
Neitum að skilja að gæfan er undir okkur sjálfum komið!