Lausaganga katta

Einhver ofstækismaður í mínu bæjarfélagi fer fram á bætur fyrir skemmdir sem lausir kettir hafa valdið garðinum hans.  Heimtar að lausaganga katta verði bönnuð rétt eins og hjá hundum.  Að slíkt sé bara tímaspursmál.  Svo sjálfsögð sé sú krafa.

Sjálfur bý ég á jarðhæð með alla glugga opna upp á gátt og enginn köttur smeygir sér inn til mín.  Kannski vegna þess að ég er yfirlýstur kattavinur. Gruna stundum að kettir heimsæki bara kattahatara.  Enda gáfaðir með góðan húmor. Þeir virðast finna fnykinn af dýrahöturum langar leiðir.

Örfáa ketti er hægt að hlekkja í taum.  Flestir hafna honum þó, ólíkt hundunum. Ég eins og flestir kattarvinir kann að meta hve miklir töffarar kettir eru.  Hve sjálfstæðir þeir eru. Persónuleikar.

Kattahatarar eru leiðinlegir.  Þeir sem hatast við gæludýr annarra vantar áhugamál. Lífið hlýtur að bjóða upp á meira en sífelldar deilur við nágranna út af smáatriðum eins og dýrahaldi.

Færðu inn athugasemd