Leyfum þeim að spýja eitri

Múslimaklerkur í Ýmishúsinu kallar samkynhneigða barnaræningja…í sínu landi það er að segja þar sem samkynhneigðir fá ekki að ættleiða. Einn að reyna að bjarga sér eftir að hann fattar að það varðar við lög hérlendis að halla á fólk vegna kynhneigðar.

Eðlilega eru fyrstu viðbrögð frjálslyndra Íslendinga að heimta höfuð klerksins. Að hann skuli rekinn úr landi.  Sömu kröfur og þegar prestur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar birti auglýsingu gegn Gaypride í fyrra.  En eru það réttu viðbrögðin?

Er ekki réttara að fara bandarísku leiðina og leyfa þessum pappakössum að blása að vild svo fólk fattar hve miklir fávitar þeir eru og þeir gleymast. Almenningsálitið sér um að hreinsa svona óværu burt á endanum.

Boð og bönn efla bara slíka fávita og fylgisfólk þeirra.  Því er réttast að greiða þeim leið að fjölmiðlum með bölvið sitt.  Svo fólk geti tekið afstöðu gegn því. Tjáningarfrelsið sér um svona kuflumklædda miðaldapresta.

Færðu inn athugasemd