Hálft sumarið horfið í regn og þoku. Veðurstofan lýgur því að 70 sólarstundir hafi ríkt í júlí. Sá fáar af þeim. Hljóta taka hinar björtu sumarnætur með í reikninginn.
Framhaldið er ekki beisið. Ský og regn. Megum þakka fyrir stöku þurran dag inn á milli. Á ég kannski að skrifa þetta á mig fyrir að hafa keypt sólgleraugu?
Annars grunar mig að veðurguðirnir séu að refsa okkur fyrir að hafa kosið hrunstjórnina aftur yfir okkur.