Veit ekkert um fótbolta en finnst rosalega aumt af forystu KSÍ að heimta að Aron leiki fyrir íslenska landsliðið vegna þess að hann þjálfaðist upp hér í gegnum yngri flokkana. Með sömu rökum mætti enginn flytja úr landi til að starfa erlendis.
KSÍ ætti virkilega að skoða sín mál og láta af frekjunni. Samband sem finnst besta mál að einn fulltrúi sinn missi sig í erlendum strípiklúbbi með korti þess. Veit ekki betur en að sá gaur sé enn í vinnu laus allra mála.
Skil vel gremju forystu KSÍ að sjá á eftir efnilegasta leikmanni landsins til Bandaríkjanna. En því verður ekki neitað að möguleikar hans að komast í heimsmeistarakeppnina eru mun betri vestan hafs. Þannig er það nú bara.