Geðlyf dagsins

Örlítil hlustun á símatíma Útvarps Sögu er góður skammtur af geðlyfjum. Líður alltaf betur á eftir.  Sannfærir mig um að ég sé bara nokkuð góður á geði.  Fer að hafa áhyggjur um leið og ég fer að hringja þangað inn.

Datt inn í umræðu um skoðanir Gylfa Ægis á gleðigöngunni eða „fjólubláa rassa út úr leðurbuxum“ og „sleika“ karlmanna.  Gengið sem hringdi inn sló hann þó út. Einn sagði homma vera með „konuheila“.  Kona ein skyldi ekkert í hneyksluninni gagnvart komu Franlin Graham hommahatara til landsins.  Hann boðaði tært orð Guðs.

Gunnar óféti náði auðvitað inn og drullaði yfir samkynhneigða.  Sú vesæla sál hatar allt og alla en fær samt alltaf að láta ljós sitt skína í símatímunum. Heyrist bara á viðbjóðslegri rödd hans hve aumur hann er.  Félagi hans Guðjón komst þó ekki inn, en hann hatar reyndar bara konur.

Rekstraraðilar Sögu fatta ekki að venjulegt fólk nennir ekki að hlusta alltaf á sama gengið spýja út eitri sínu í símatímum stöðvarinnar.  Ekki flókið að setja upp síu og bjóða öðrum að tjá sig um málefni dagsins.

Færðu inn athugasemd