Haustið nálgast og landslýð er að verða ljóst hvaða helvíti þeir kusu yfir sig enn einn ganginn. Hvenær ætlum við að læra að flestir ef ekki allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru skipulögð glæpasamtök!
Menningarnótt næstu helgi með tilheyrandi strætisvagnaþurrð fyrri part dags og fullum foreldrum með barnakerrur um kvöldið. Reyndar óvenju góð dagsskrá á sviðum beggja útvarpsstöðva. Ljótt að sleppa því. Má reyndar hlýða á báða tónleika beint.
Nenni nefnilega ekki niður í bæ. Helvítis vesen að koma sér þangað og til baka. Er reyndar gaman að rölta um bæinn yfir daginn. Fá sér eitthvað í gogginn og svo þrauka kvöldið. Leiðinlegast finnst mér að leita uppi salernin.
Er reyndar löngu hættur að sulla á Menningarnótt. Hef verið skraufþurr eins og klerkur við messugjörð síðustu árin. Fer varla að breyta út frá vananum í ár ef ég skyldi slysast niður í bæ næsta laugardag.