Hef undanfarið verið að hneykslast á fataauglýsingum þar sem barnungar stúlkur eru klæddar upp eins og fullorðnar konur. Fór nýlega aðeins að pæla í hneykslun minni. Hvað fer svona í taugarnar á mér?
Hér er ekkert klám á ferðinni. Engin nekt eða misnotkun. Bara einhverjir að klæða litlar stúlkur upp um aldur. Hvern andskotann kemur mér það við?
Sömu rök eiga við hér og um allar myndir af konum á öllum aldri. Ef einhver æsist kynferðislega upp við að skoða þær, þá er það hans eða hennar mál.
Að ég sé að fetta fingur út í myndbirtingar auglýsenda flokkast undir ritskoðun. Og lítilsvirðingu við konur. Þær eru fullfærar um að verja sig sjálfar. Hneykslun mín hjálpar þeim lítið.