Nennti ekki niður í bæ á Rigningarnótt. Á enga regnhlíf. Borgin hefði betur haldið hátíðina viku fyrr í góðviðri og sól. Þvílík mistök. Ljóta reglan að tvær vikur verði að líða á milli Gleðigöngu og Menningarnætur. Hlýtur að vera hægt að gera undantekningu þegar frídagur verslunarmanna er seint á ferðinni eins og núna.
Sat heima í mestu makindum og horfði á tónleikana í sjónvarpinu. Hélt þó smá framhjá og hlýddi á Valdimar á netvarpi Bylgjunnar meðan Hjaltalín hjalaði á RÚV. Gat þó ekki sleppt „Halo“ hjá Sigríði Thorlacius.
Sá annars flotta flugeldasýningu úr Kópavoginum. Hef ekki verið heima þau þrjú ár sem ég hef búið hérna. Það sem sást ekki var í sjónvarpinu. Til hvers að dröslast þarna niður eftir í sudda og viðbjóði.