Þrælaði mér á Hamraborgarhátíðina en nennti ekki á Of Monsters And Men á Vífilstaðartúni. Hlustaði á þau á RÁS 2 í staðinn. Upphitunarböndin voru ekkert að kveikja í mér. Síst af öllu Moses Hightower. Leiðinda lopapeysuband úr 101 Rvk.
Helvítis geitungarnir eru orðnir snargeðveikir í skapinu eftir að fór að kólna og hausta. Einn af þeim elti mig óður hálfa leiðina heim frá MK. Ætla verða mér úti um handhægan gasbrennara til að flambera þessi kvikindi. Eða bara staut úr apótekinu til að bera á mig svo þeir láti mig í friði.
Framtak Garðabæjar að tónleikunum í gærkvöldi er til fyrirmyndar. 25.000 kjaftar mættu. Væri óskandi að Kópavogur gerði slíkt hið sama. Er meira að segja með svæði í huga: Landfyllinguna fyrir neðan ORA og við hlið siglingaklúbbsins. Kjörið svæði fyrir tónleika eina kvöldstund. Og með sjávargoluna til að kæla liðið. Næg bílastæði á hafnarsvæðinu, í Hamraborg og víðar.