Albanskir nágrannar mínir tveimur götum neðar voru handteknir í rassíu lögreglunnar í vikunni sem er að líða. Vissi reyndar ekkert af veru þeirra þar fyrr en fjölmiðlar fræddu mig.
Í símatíma síðdegis á Bylgjunni hringdi ung kona inn með last um störf lögreglunnar og Þorgeir Ástvaldsson spurði hvort hún tengdist málinu eitthvað og hún svaraði að hún væri unnusta eins mannanna. Þögn sló á útsendinguna og maður gat heyrt saumnál falla.
Ég hefði viljað spyrja stúlkuna hvort sambandið væri orðið alvarlegt, því aðeins tæpar þrjár vikur væru síðan kærastinn hefði sleppt að mæta í flug heim eftir landsleikinn. Og hvort hún styddi þjófnaði erlendra hælisleitenda. Brotist var inn í Lyfju í götunni fyrir neðan um síðustu helgi.
Löngu orðið tímabært að koma á „frímerki á rassinn“ stefnu yfir hælisleitendur sem brjóta lög landssins. Höfum ekkert við svona lýð að gera. Og ég spyr: Af hverju eru allir flóttamenn sem biðja um hæli hérlendis karlkyns? Hvert fara konurnar?