Kemur mér ekki við

Er alvarlega að íhuga að aftengja lyklaborðið þegar ég rek tunguna í bjór. Missi mig nefnilega stundum á facebook og athugasemdakerfi DV þegar ég rek tungubroddin í ískaldan Thule í vikulok.  Væri nær að bíta í tunguna á mér og telja upp að tíu.

Skoðanir fólks eru stundum svo sterkar að rugl er að fara gegn þeim með mótrökum.  Þá er betur heima setið heldur en haldið af stað.  Fólk verður að fá að hafa sína heimsmynd í friði.  Jafnvel þau sem hata syndina og sóttu Hátíð Vonar í Laugardalshöllinni.

Ég hef engan rétt á að íþyngja þeim með mínum gildum frekar en þau mér með sínum trúarbrögðum.  Getum vel komist af saman þó ólík séum í Kristninni.  Hef meiri áhyggjur af moskunum sem á að fara reisa og liðinu sem þangað mun flykkjast í framtíðinni frá Miðausturlöndum.

Fjölmenningarstefnan nær ekki að breiða yfir þann ágreining sem óhjákvæmlega er á milli trúarstefnanna tveggja.  Hann er nú þegar hafinn með kröfum múslima um sérstakt mataræði í grunnskólum og slátrun á gripum öðrum en svínum. Skammur tími mun líða þar til að heimtað verður áfengisbann og að konur gangi í búrkum.

When in Rome, do as the Romans do!  Eitthvað sem múslimar skilja ekki. Ganga frekar yfir allt með frekju í stað þess að aðlagast þeim vestrænu samfélögum sem þeir flytja til.  Reyndar standa ungar múslimastúlkur sig vel í aðlöguninni en eru því miður sumar myrtar af feðrum sínum eða bræðrum fyrir að fylgja hjartanu og velja maka utan múslimasamfélagsins.

Feðraveldið er hindrun framfara og hefur verið í gegnum mannkynssöguna. Feðraveldið er síðasta vígi þrælahaldsins gamla.  Sannleikur sem við vesturvaldabúar erum fyrst að fatta núna með erfiðismunum því enn sitja nokkrir hrímþursar í veginum að framtíðinni og heimta að halda í sín völd yfir konum.  Þeir munu vonandi hverfa sem fyrst.

Færðu inn athugasemd