Besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi. Loksins komin kirkja sem ég get stutt með góðri samvisku. Sóknargjöld mín upp á 8.736 kr. á ári geta þá runnið til tækjakaupa fyrir fjársveltann Landspítalann.
Hef verið utan trúarfélaga síðan þjóðinni varð ljóst hvers konar dóni Ólafur heitinn biskup var gagnvart konum. Fram til 2009 runnu gjöldin mín til Háskóla Íslands. Svo er ekki lengur þó illa upplýst fréttabarn Stöðvar 2 telji svo enn vera. Ríkið hirðir gjaldið til eigin sukks.
Yrði mjög þakklátur að geta stýrt gjöldunum mínum til betri verka enn að halda úti þriggja milljarða utanríkisþjónustu í fimmtán sendiráðum (bráðum sautján). Sendiráð eru álíka nútímaleg hugmynd og hestvagnar. Notum tæknina til samskipta milli landa.
Hvet alla trúleysingja og efasemdarfólk til að styðja stofnun hins nýja „trúfélags“ á http://www.petitions24.com/taekjakaup og skrá sig svo í það á þar til gerðum eyðublöðum frá Innanríkisráðuneytinu þegar þar að kemur.
Hvet einnig fólk í skráðum trúfélögum til að velta fyrir sér hve mikið af tíundinni þeirra fer til líknunar. Getur ekki verið að hún fari mestanpart í rekstur og uppihald á sjálfskipuðum talsmönnum Guðs. Misgáfuðum forstöðumönnum safnaða?
Væri tíundinni ekki betur varið í tækjakaup fyrir fjársvelt heilbrigðiskerfi sem þjónar okkur öllum óháð trúarskoðunum? Eina í stöðunni með ríkisstjórn hvers eina framlag til heilbrigðismála er að leggja gistináttaskatt á sjúklinga sem neyðast til að leggjast inn á spítala.