Af hverju er nauðgun á barni kölluð „misnotkun“ en ekki nauðgun? Vigdís Grímsdóttir hefur nokkuð til síns máls í Fréttablaðinu. Merkilegt hvernig glæpir gegn börnum eru smækkaðir niður. Rétt eins og þeir skipti minna máli. Bara vegna þess að fórnarlömbin eru ekki fullvaxnir einstaklingar.
Ætti þessu ekki að vera öfugt farið? Að dæmt yrði harðar þegar glæpir gegn börnum ættu í hlut?