Stríðið er tapað!

Mikið leiðast mér þessar fréttir af íslenskum eiturlyfjasmyglurum sem eru böstaðir hér og þar um heiminn.  Vorkunnartóninn í blaðamönnunum sem rita fréttina. Bara af því að smyglarinn kemur frá Íslandi.

Skil reyndar ekki af hverju er verið að loka eiturlyfjasmyglara inni.  Bara kostnaður fyrir samfélagið.  Er ekki nóg að merkja þá í vegabréfskerfinu eða kyrrsetja þá um tíma?  Hvaða árátta er þetta að loka fólk sífellt inni fyrir smá skattalagabrot eins og smygl?

Stríðið gegn eiturlyfjum er fyrir löngu tapað.  Fáranlegt að eyða fleiri mannslífum og fé í þá botnlausu hít.  Lærum af bannárunum í Bandaríkjunum þegar mafían makaði krókinn á áfengisbanninu.

Lögleiðum draslið og leyfum fólki að drepa sig án afskipta yfirvalda.  Erum allt of mörg hvort sem er á hnettinum.  Fínt að grisja eiturfíklana frá.

Færðu inn athugasemd