Nóvember nálgast og í lok þess mánaðar á nefnd um leiðréttingu á lánum heimilanna að skila sínum tillögum til forsætisráðherra sem er týndur á einhverri fjarlægri sólarströnd.
Á meðan mælir fjármálaráðherra það sem okkur flest grunar: Það eru engar leiðir greiðar til að leiðrétta húsnæðislánin. Öll loforð Framsóknarflokksins um slíkt voru gefin upp á von um atkvæði. Nú þegar þau eru komin í hús má fresta leiðréttingunum út kjörtímabilið og lofa þeim svo aftur fyrir næstu kosningar.
Vonandi grípur þjóðin til búsáhalda í upphafi nýs árs og baular þessa ríkisstjórn sérhagsmuna útgerðar, landbúnaðar og fjármagnseigenda út í hafsauga. Við megum ekki við þremur og hálfu ári til viðbótar af svona rugli.
Að fjórðungur skuli hafa kosið Framsókn er rannsóknarefni fyrir virta háskóla út í heimi.