Afgreiðsluskotmörk

Aumasta fólk sem ég veit um komst í fréttirnar í vikunni.  Fávitar sem veittust að afgreiðslustúlku í Bónus.  Hvað er að svona liði?  Getur það ekki skeytt skapi að hvort öðru?  Sennilega ekki.

Varð oft vitni að svona hegðun sem næturvaktstjóri á Select.  Og varð stundum fyrir henni.  Tók eftir að slíkir vesalingar herjuðu frekar á kvenkyns starfsmenn. Einhver misskilningur í gangi að þær svöruðu síður fyrir sig og væru veikari.  Bull og vitleysa.

Einn starfsmaður Bónus segir að dónaskapurinn gagnvart sér hafii minnkað í samræmi við hærri aldur.  Yngsta og nýjasta afgreiðslufólkið fær verstu meðferðina.

Og þessir ömurlegu viðskiptavinir vita að afgreiðslufólkið má ekki svara fyrir sig án þess að missa vinnuna í kjölfarið.  Skítmenni sem eiga skilið hnefahögg í andlitið.

Tveir fávitar sem grættu samstarfsfólk mitt á Select meðan ég var inn á lager munu verða skallaðir ef ég sé þá aftur.  Leigubílstjóraræfill sem hatar konur og dvergur á Suzuki smájeppa sem hatar fólk óháð kyni.  Báðir sóun á súrefni og þess verðir að vera rotaðir við fyrsta tækifæri.

Færðu inn athugasemd