Landlaus í pólítík

Það er erfitt að staðsetja sig á litrófi stjórnmálanna.  Hef lengi talið mig vera frjálslyndan félagshyggjumann.  Á móti boðum, bönnum og reglum en með því að aðstoða þá sem þurfa á því að halda.

Taldi mig lengi vera hægrikrata en hef aldrei fundið mig almennilega innan Samfylkingarinnar, enda tómir afturbatakommar þar innanborðs.  Hef samt kosið þau til að kjósa eitthvað.  Efast um að ég geri það aftur.

Kann ekki við ritskoðunartilburði meðlima flokksins, pólítíska rétthugsun og fjölmenningarhugmyndir.  Forðast fólk sem telur sig hafa höndlað hinn eina sanna sannleika.  Það eru ætíð tvær hliðar eða fleiri á hverju máli.

Greinilega kominn tími á að kjósa eitthvað annað í næstu kosningum.

Færðu inn athugasemd