Neyðarkallinn

„Má bjóða þér að kaupa neyðarkallinn?“ hef ég verið spurður fyrir utan allar verslanir sem ég hef rekið inn nefið þessa helgi.  Ætíð afþakkað.  Hef engan áhuga á að greiða fyrir leitir að erlendum ferðamönnum upp á fjöllum.  Komið bara á tryggingakerfi svo allir fái sitt.

Finnst sérkennilegt að þegar ég hafði sagt „nei takk“ fékk ég svarið „takk fyrir stuðninginn“. Þrátt fyrir að hafa ekki keypt nokkurn skapaðan hlut.  Fannst eins og væri verið að hæðast að nísku minni.  En fattaði svo að setningin er til þess gerð að sá fræi samviskubits svo maður snúi til baka og kaupi neyðarkallinn.

Kaupi reyndar flugelda af Landsbjörg um áramót.  Sú söfnun dugir ekki lengur eftir að aðrir fóru að selja púður.  Svo neyðarkallinn er nauðsynlegur.  En það er ekki þar með sagt að ég neyðist til að kaupa hann.

Ekki frekar en álfinn, naglann, bleiku slaufuna, og annað styrkjadæmi.  Pólítísk rétthugsun heimtar að maður styrki allann fjandann fyrsta hvers mánaðar.

Færðu inn athugasemd