Stríðið er tapað!

Ummælakerfi dv.is er því miður stundum sorptunna íslenskra skoðana.  En mikið vil ég ekki vera án þess því örsjaldan ná álit mér að skapi þar í gegn. Eins og að ekki eigi að loka burðardýr inni.  Glæpurinn er ekki þeirra heldur óþverranna sem fengu þau til verksins.

Geng jafnvel svo langt að ekki eigi einu sinni að loka óþverrana inni hafi þeir ekki framið ofbeldisglæpi.  Fjármunum samfélagsins er betur varið í heilbrigðis- og velferðarmál en að halda smyglurum og skattsvikurum uppi á Litla-Hrauni í mat og húsnæði.

Merkjum þetta lið og sjáum til þess að þau verða tekin fyrir í öllum tollafgreiðslum heimsins þegar þau ferðast í framtíðinni.  Stríðið gegn eiturlyfjum er löngu tapað. Ríki heimsins eru smá saman að fatta það og beina fjármunum sínum til þarfari mála.

Tilgangslaust að refsa þeim sem flytja inn og selja eiturlyf.  Fíklarnir verða bara að taka ábyrgð á sér sjálfum.  Leita sér hjálpar áður en þeir gefa upp öndina. Aðstandendur vilja eðlilega refsa einhverjum í stað þess að viðurkenna að ættingi þeirra sé eða hafi verið fíkill og aumingi.

Færðu inn athugasemd