Nú er verið að eltast við flóttamann í felum sem segist eiga von á barni með flóttakonu og því megi ekki reka hann úr landi. Upphaflega ætlaði gaurinn að hitta þáverandi unnustu sína í Kanada en millilenti hér. Nú er komið að því að sparka honum úr landi og þá taka einhverjir hippar sig til og fela hann fyrir yfirvöldum.
Þrátt fyrir að Innanríkisráðuneytið sé ranglega búið að leka út að maðurinn sé grunaður um tvöfalt ef ekki þrefalt mansal þegar talin er með konan sem kveðst ganga með barn hans undir belti. Svo á hann fyrir íslenska unnustu.
Svona einstaklinga vill hippalýðurinn fá inn í landið. „Misskilda“ glæpamenn frá Afríku sem halda áfram á sinni glæpabraut hérlendis. Fjölmenningin er svo frábær með svona kauða innanborðs. Æðislegt, frábært, flott!