Sorglegir þessir teboðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem heimta að Jesú sé í hverri skólastofu borgarinnar. Síðast þegar ég vissi var trúfrelsi í landinu. Skýtur reyndar skökku við að Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja samkvæmt stjórnarskránni. Passar ekki alveg við trúfrelsið og skoðanafrelsið.
Allt trúboð á að vera bannað í grunn- og framhaldsskólum. Fáranlegt að leyfa slíkt innan menntastofnana. Krakkarnir eiga að vera frjáls frá slíkum áróðri. Stjórnmálaflokkar eiga ekki heldur að fá að dreifa eitri sínu yfir nemendur.
Megum heldur ekki vera of auðmjúk gagnvart öðrum trúarbrögðum en kristni. Veita afslátt af gildum okkar til að þóknast þeim. Eins og þegar Hagaskóli tók svínakjöt af matseðlinum til að styggja ekki þau örfáu múslimabörn sem sóttu skólann. Minnihlutinn á ekki að kúga meirihlutann.