Ég var einn af þessum langtímaatvinnulausu. Fékk engan jólabónus fyrsta árið (2009) og þraukaði því hátíðarnar með tóma vasa í það skiptið. Þökk fyrir Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.
Næstu Jól greiddi hin norræna velferðarstjórn út jólabónus svo maður gat gert sér glaðan dag eins og restin af þjóðinni. Kann ég henni góðar þakkir fyrir. Var mannleg stjórn þrátt fyrir bannisma Vinstri – Grænna.
Sitjandi heljarstjórn Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar og meðlims hagræðingarnefndarinnar hlær bara að atvinnuleitendum og segir þeim að éta það sem úti frýs. Felldi tillögu þess efnis að greiða út jólabónusa í ár.
Sem fyrrverandi langtíma atvinnuleitandi hræki ég á ríkisstjórnina fyrir að hafa Jólin af atvinnuleitendum. Af hverju mega þau ekki halda hátíð eins og við hin? Lyfta upp andanum og brosa einn dag? Borða góðan mat í góðra vina hópi og jafnvel gauka litlum gjöfum að börnum og barnabörnum?
Eftir þessa gerræðisákvörðun meirihluta fjárlaganefndar fer ég að hallast að þeirri skoðun fjölda fólks í samfélaginu að Vigdís Hauksdóttir sé útsendari hins illa í neðra. Hún virðist þrífast á því að svipta fólki hamingjunni.
Næst á dagsskrá hjá henni verður eflaust að leggja niður ALLAR bætur. Hvaða nafni sem þær kunna að nefnast. Öryrkjar og aldraðir. Hafið varann á. Vigdís Hauksdóttir er á leiðinni til ykkar með niðurskurðarsveðjuna sína hátt á lofti.
Tek nú heilshugar undir þær vangaveltur að Vigdís Hauksdóttir er orðin hættuleg íslensku samfélagi. Hún hefur allt of mikil völd. 60 starfsmenn og verktakar RÚV eru án vinnu vegna þess að hún „er nú einu sinni í þessari hagræðingarnefnd og allt er undir.“ Helmingur starfsfólks Rásar 1 er horfinn af sviðinu.
Vonandi finnur DV eða Kjarninn einhvern veikan blett á Vigdísi svo við losnum við hana af þingi. Landið þolir ekki mikið meira af hennar fasisma. Annars óttast ég að einhver hvatvís byssueigandi heimsæki hana með hlaðinn hólk. Varla viljum við það?
Dragðu þig í hlé Vigdís!