Sparkað í liggjandi mann

Eins ánægjulegt og það er mér að atvinnuleitendur fái desemberuppbót þrátt fyrir Trölla „Grinch“ ríkisstjórnarinnar, Vigdísi Hauksdóttur, þá er miður að margir eldri borgarar fá lítið sem ekkert aukreitis í jólamánuðinum.

http://www.ruv.is/frett/kjarasamningar-undirritadir en persónuafsláttur ekki hækkaður.  Fátæklingar fá áfram að bera byrðar samfélagsins.  Halda uppi hripleku heilbrigðis- og velferðarkerfi og auðrónum sem finnst móðgandi að leggja til samneyslunnar í hlutfalli við tekjur sínar.

Misskiptingin helst áfram en fylgjendur Vigdísar finnst ekki nóg gert.  Vilja skera almennilega inn að beini og helst slá af allar bætur.  Þetta lið getur bara farið að vinna eins og annað fólk.  Þrátt fyrir að litla sem enga vinnu sé að fá.  Fara þá bara af örorku yfir á framfæri sveitarfélaganna eins og atvinnuleitendurnir sem eiga ekki lengur rétt á bótum.

Vandinn hverfur ekki Vigdís Hauksdóttir, hann færist einungis til heimska ljóskan þín!  Hvernig væri að fjárfesta í heila í stað ónýtu lögfræðiprófi frá Bifröst! Mikið mun ég fagna þegar þú fellur út af þingi illfyglið þitt.  Eða eins og einn á Facebook orðar það, þá ertu sífellt á svipinn eins þú sért nýbúin að sparka í liggjandi mann.

Færðu inn athugasemd