Kannski ætti ég að gerast sjóræningi?

Í sinni einföldustu mynd skipta fjórflokkarnir þannig málum með sér: Sjálfstæðisflokkur sér um útgerð, heildsala, fjármálagosa, ríka fólkið og sérhagsmuni sinna flokksmanna;  Framsókn um landbúnaðarkerfið, bændur afturhald, ríka fólkið og sérhagsmuni sinna flokksmanna;  Samfylking um utanríkismál, ESB, báknið og sérhagsmuni sinna flokksmanna;  Vinstri-Grænir um báknið, einangrun landsins, boð og bönn, skattahækkanir og sérhagsmuni sinna flokksmanna.

Björt Framtíð er poppuð útgáfa af Samfylkingunni.  Eina vonin á þingi eru Píratar. Kannski ætti ég að gerast sjóræningi!

Færðu inn athugasemd