Silfurskeiðungurinn

Lítur ekki út fyrir að smánarsamningar ASÍ og SA verði samþykktir af öllu félagsfólki verkalýðsfélaganna svo ríkisstjórnin réttir út rýrt bein í formi loforðs um að hætta við einhverjar gjaldsskrárshækkanir…en aðeins ef samningarnir verða samþykktir.

Fimm mínútum seinna varpar Bjarni Ben. fjármálaráðherra sprengju.  Kjaftar frá áformum sínum um að hækka og lækka virðisauka á matvöru.  Hækka lægra þrepið og lækka hið efra.  Eitthvað sem mun hækka matvöruverð í landinu.

En Bjarna er drullusama.  Honum finnst bara fáranlegt að fátæklingurinn fái einhverja meðgjöf í lífinu, blessaður silfurskeiðingurinn.

Færðu inn athugasemd