Tveggja vikna handboltaleiðindi hefjast í dag á RÚV. Ekki að dagsskráin versni mikið fyrir vikið. Bláköld þjóðremban mun vella út um skjáinn ásamt afsökunum og gráti yfir slæmu gengi liðsins. Silfurdrengirnir frá Peking 2008 eru svipur hjá sjón. Erum ekki lengur „stórasta“ land í heimi.
Íslendingar eru sennilega eina þjóðin á hnettinum sem heldur upp á annað sætið. Hjá öðrum þjóðum er annað sætið ekki til. Svona álíka og að halda upp á að fótboltalandsliðið hafi næstum því komist til Brasilíu. Fáranlegt! There is no second place.