Halldór Kiljan Laxness kunni að orða hlutina. Jafnvel svo vel að orð hans eiga enn fullt erindi í dag:
„Í Íslandssögunni eru engin dæmi þess að landsmenn hafi nokkurn tíma risið upp gegn óréttlæti eða kúgun. Þetta er einstakt meðal þjóða Evrópu. Það er álitið að fáar þjóðir hafi þolað kúgun og yfirgang af meiri kurteisi og undirgefni en Íslendingar. Um aldaraðir, allt fram á þennan dag, lifðu þeir í skilningsríkri sáttfýsi við kúgun, án þess að gera nokkru sinni tilraun til uppreistar. Engri þjóð var byltingarhugtakið jafn framandi. Æfinlega voru Íslendingar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit …“. Í stað þess að segja meiningu sína við kúgarana, þögðu Íslendingar, fóru heim af þeirra fundi og lömdu konuna og spörkuðu í hundinn. Íslendingum er genetískt lífsins ómögulegt að snúa spjótum sínum til baka að árásaraðilanum.“
Sorglega satt. Því miður. Núna leyfum við sitjandi hrunstjórn að ljúga að okkur og svíkja kosningaloforð sín hver af fætur öðru. Og segjum ekki neitt. Þannig er okkar lýðræði.