Gaurinn á forsíðunni minni er aðalpersóna vestraþáttanna Hell On Wheels sem Tums bróðir kynnti mig fyrir um Jólin. Svalasti spaðinn á svæðinu. Fyrrverandi foringi í Suðurríkjaher sem endar sem verkstjóri við járnbrautarlögnina þvert yfir Bandaríkin eftir hefndarleiðangur sinn gegn Norðurríkjadátum sem myrtu fjölskyldu hans.
Spilling, indíánar, írskur ruslaralýður, hórur og mormónar. Þvílík skemmtun og drama. Minnst tveir eða þrír skotnir í hverjum þætti og þá aðallega af aðalpersónunni með Griswold & Gunnison hólkinum hans sem er reyndar Suðurríkjaeftirlíking af Colt og átti til að standa á sér í raunveruleikanum.
Bíð spenntur eftir fjórðu þáttaröðinni sem kemur út í sumar.