Reiðistjórnun

Stundum vildi ég geta skallað eða kýlt þá sem sækja að mér.  Hef því miður ekki í mér þessa eiginleika.  Fer bara í baklás, verð klökkur og missi málið.  Kyngi reiðinni í stað þess að leyfa henni að komast út í gegnum gott hnefahögg eða skalla.

Ofbeldi leysir engan vanda en mikið rosalega væri gaman að sleppa öllum hömlum svona einu sinni og láta vaða í andlitið á einhverju gerpinu.  Nei, ég segi svona.

Færðu inn athugasemd